Assist

Mótorhjólanámsefni og þjálfun

Eftirfarandi er yfirlit yfir námsefni og kröfur fyrir próf á þung bifhjól.
Teknar voru einnig saman glósur úr bóklegu námi 2009 sem sjá má HÉR.

Merki

Bóklegt námsefni:

Umferðamerki & reglur
Aðferðir í umferð

Verklegt námsefni:

Eiginleikar hjóla Stjórntæki, ræsing, neyðarádrepari
Stýra og halda jafnvægi, beygjur , stjórntæki
Mjög hægur akstur eftir beinni línu
Akstur í misstóra hringi
Akstur í misstórar áttur
Akstur eftir keilubraut
Nauðhemlun
Jafnvægisæfingar með farþega
Öryggiseftirlit
Athygli í umferð
Akstur á gatnamótum
Staða á vegi - akgreinaskipti
Alstur við þröngar aðstæður
Snúið við á vegi
Nema staðar og taka af stað í brekku
Akstur með farþega við breytilegar aðstæður
Akstur á malarvegi
Akstur á bundnu slitlagi með skemmdum eða bleytu
Akstur á þjóðvegi
Framúrakstur, mæting og akstur í myrkri

Prófkröfur

1. S-beygjur framhjá 9 keilum með 3ja metra millibili.
2. Nauðhemlum á 40km/klst. hemlunarvegalengd frá keilu innan við 6-7m.
3. Snigila-akstur, (uþb. 5 km/klst) eftir línu eða endilöngu plani.
4. U-beygjur innan í 5m kassa frá hornkeilu (7m frá U-botninum).
5. Akstur í umferð, lágmarks refsistig. Virða H-forgang og staðsetningu á akrein.*
6. Munnlegar (tæknilegar) spurningar um hjólið
.
- Einnig spurt um hlífðarfatnað, hjálma, flutning farþega, o.s.frv

* Mikilvægt að horfa vel í kringum sig, t.d. við akreiaskipti

Framhaldsæfingar, öfugstýring, hemlun, stefna (höfuð og augu).
Tæknilegar aðferðir, kúpling, brekkustaða, halli, lausamöl /hálka.

Home < Forsíða