Nam

Námsefni - glósur

Flokkun bifhjóla

1. Létt bifhjól
< 50cc rúmtak vélar
< 45km/klst.
< 2.5 hö
Aldurstakmark 15 ára

2. Lítið þungt bifhjól
< 0.16 kW/kg. (kílóvött á hvert kíló eigin þyngdar)
< 25kW (34 hö)
Aldurstakmark 17 ára

3. Stórt þungt bifhjól
> 0.16 kW/kg. (kílóvött á hvert kíló þyngdar)
> 34hö
Aldurstakmark 21 árs eða tvö ár á léttu bifhjóli
- eða >21 árs þegar próf tekið fyrir lítið bifhjól
( Ath. prófið verður að taka á hjól sem er >35 KW/kg )

Gerðir bifhjóla

Race

1.Götuhjól (Sport-Racer)
Hönnuð sem kraftmikil keppnishjól í R flokki
Straumlínulöguð m. plasthlífum
Lágt vindgler (vindhlíf)
Áseta framsett (liggjandi á benzíntank, fætur hátt afturá)

Hip

2.Hippar (Chopper-Cruiser)
Krómuð og hefðbundinn stíll, oft V-mótor
Oftast (hátt) vindgler (vindhlíf)
Lág áseta

Mall

3.Torfæruhjól (Enduro - drullumallari)
Fábrotnar plasthlífar
Há áseta og löng fjöðrun
Gert fyrir utanvegaakstur

Vespa

4.Létt bifhjól (Vespur-skellinöðrur)
Vespur eru með stórum hlífum fyrir fætur. Oftast tvígengisvélar

( Skellinöðrur eru smækkuð útgáfa af gerð 1 eða 2 )
( Krossari er stærri/ kraftmeiri gerð af 3 )

5.Hliðarvagnshjól
Oftast af gerð 2 - þó án króms og hlífa
Farþegi hægra megin
Oft með drifi á báðum og mismunadrifi

Gerðir hjálma (180° sjónsvið)

1.Lokaðir hjálmar
Heilsteyptir úr trefjagleri oft með opnanlegum kjálka

2.Opnir hjálmar
Opinn frá enni, með deri með eða án hlífðarglers

3.Krosshjálmar
Opnir eða lokaðir með framstæðri höku og deri

Ljósker

Framljós mega vera eitt eða tvö tvö háu og lágu með < 10cm millibili (100mm)
Stilling 5 metra frá - hæð geisla 7/8 af hæð ljóskers
Afturljós m/bremsu- og númersljósi + glitauga

Vélagerðir

Tví-gengis = Olíublandað benzín (úr sér tanki)
Fjór
-gengis = Þýðgeng með ventlum og olíupönnu

Benzínkrani

ON / PRI / RES = Pri (framhjáhlaup) með undirþrýstingi
ON / OFF / RES = Off lokar fyrir og Res setur á varatank (stillt lárétt)

Dekk

Lágmarks munstur dýpt 1,6mm
Tubeless 110/90-18 61H = Hæð, breidd á hjólbarða, felgubreidd í tommum, H=fyrir hraðamörk

Stöðvunarvegalengd

Stöðvunarvegalengd = Viðbragðs+hemlunarvegalengd

Tvöföldun hraða gefur: tvöföldun í viðbragðsvegalengd + fjórföldun í hemlunarvegalengd
= samanlagt þreföld stöðvunarvegalengd

Stýrisbúnaður

Mikill halli (ca.30°) á stýristúbu gefur langan feril* undirstýringu (þungt stýri).
Lítill halli (ca.10°) á stýristúbu gefur stuttan feril og yfirstýringu (létt stýri).
Yfirstýring hefur þann eiginleika að hjólið leitar auðveldlega í þá átt sem því er hallað.
* Ferill er mismunur milli framlengdrar túbulínu að lóðréttrar miðlínu framhjóls.

Akstur með farþega

1. Hjólið þarf að vera búið til farþega-aksturs og innan þyngdarmarka hjólsins
2. Sætið þarf að vera nógu stórt fyrir báða 3. Fóthvílur (fótstig) þurfa að vera fyrir farþega
4. Sami fatabúnaður gildir fyrir báða
5. Farþeginn þarf að fylgja hreyfingum ökumanns
6. Farþeginn þarf að hafa fæturnar alltaf á fótstigum, líka þegar hjólið er stöðvað
- Taka þarf tillit til aukins þunga hjólsins, keyra hægar, auka millibil og hægja fyrr á ferðinni en ella.

Farangur

Þungi farangurs þarf að vera jafn (hægri/vinstri) og sem fremst og neðst á hjólinu, td. Tanktöskur.
Festa þarf farangur vel með teygjum, ekki böndum -og ekki nota bakpoka.

Skak (hristingur – óstöðugleiki)

Athuga að passlegur lofþrýstingur sé í dekkjum og að farangur sé rétt staðsettur.
Gott að hægja ferðina og beygja sig fram og niður.

Mælieining: Mílur = km / 1,6

Hjol

Æfing – svara RÉTT eða RANGT

1. Létt bifhjól má vera með 2.5hö mótor
2. Aldurstakmark fyrir lítið bifhjól er 15 ár
3. Lítið bifhjól er með minna en 0.6 kW/kg afl og minna en 35hö.
4. Torfæruhjól eru með lágri ásetu og langri fjöðrun
5. Tvö ljósker mega vera með allt að 10mm millibili
6. Tvígengisvél er oftast með ventlum
7. 16 km = 10mílur
8. Benzínkrani er stilltur á RES þegar hjólið er sett í geymslu til að loka fyrir rennslið
9. Dekk með merkingu „H“ er gert fyrir meiri hraða en „G“
10. Hemlunarvegalengd þrefaldast við tvöföldun ökuhraða
11. Langur „ferill“ á framhjólsbúnaði gefur létta undirstýringu
12. Þegar ekið er með farþega er hægt að aka hraðar því hjólið er stöðugra
13. Gott er að nota bakpoka fyrir farangur farþega
14. Skak hverfur með auknum hraða eða með því að auka þrýsting í hjólbörðum

 

Home < Forsíða