Assist

Módelflug

Flugmódel hafa verið áhugamál hjá mér eins lengi og ég man eftir. Flugmódelfélagið Þytur hefur verið sá félagsskapur sem ég hef lengst af tekið þátt í. Hér að ofan er gömul mynd af okkur módelmönnum sem voru í stjórn félagsins að undirbúa flugsýninguna Flug86.

Ég hef smíðað og flogið fleiri módelflugvélum en ég hef tölu á, flest enduðu í frumeindum eftir harða "lendingu". Hér eru myndbrot úr módelsportinu.

Gamalt Edge2 Laser Laser1Raven Tragi

( frá vinstri ) A4 Skyhawk þota og fyrsta Laser módelið sem ég bjó til, Edge, nýrri Laser og Raven.
Önnur hlið á sportinu er svifflug, hér er mynd af Tragi svifflugvél tekin á Hvolsfjalli við Hvolsvöll.

EdgeSm Edge módel í smíðum - vetrarverkefni.

Hamranes Cub Dc3 Margar sýningar hafa verið haldnar í Hamranesi.

Richard Steve1 Steve1 Steve2

Árið 2004 bauð félagið hingað tveim þekktum enskum módelmönnum Steve Holland og Richard Rawlins. Myndirnar eru frá heimsókninni í Reykjavík og á Melgerðismelum við Akureyri. Steve er að smíða nákvæmt módel af flugvél Húns Snædal, myndin er af þeim saman við flugvélina.

Beech EdgeM Melar10 Melar60 MelarGr Guðm

Beechcraft Birgis gangsett, Edge og myndir frá árlegu móti á Melgerðismelum 2009.

Svifmot

Góður félagsskapur á svifflugmóti 2020

Slóðir á Youtube:

Flugsýning á Akureyri 2020 frumflug skalamódels af fyrstu flugvél sem flaug á Íslandi Avro 504K
https://www.youtube.com/watch?v=d1jH8ZyNeaE

MXSr módelflugvél með Gopro RaceRender
https://www.youtube.com/watch?v=jikWbUSrF3I

Fróðlegar upplýsingar um rafhlöður >Batterí

Topcar