Assist

Batterí - rafhlöður

Ni-Mh Batterí (Nickel Metal-hydride)

Þessi tegund af batteríum hefur verið þróuð mikið síðustu ár, eldri gerðir vildu oft bila, hérldu illa hleðslu og módelmenn höfðu slæma reynslu af þeim. Þetta hefur breyst því nú eru á markaðnum Eneloop batterí sem eru mjög góð fyrir lágan straum.. Ég er búinn að prófa batterí frá Overlander í heilt ár og þau hafa reynst vel. Eftirfarandi upplýsingar hef ég tekið saman mest af spjallsíðum módelmanna á netinu.

Samanburður við NiCad (Nickel-Cadmium)
* Gefa ca 2x meiri orku en NiCad batterí fyrir sömu stærð/þyngd.
* Ná alltaf fullri hleðslu þó þau séu ekki tæmd. NiCad geta myndað "minni" ef þau eru ekki tæmd og síðan fullhlaðin af og til, (rafskautin safna á sig kristöllum) þetta skeður ekki með Ni-Mh batterí. Nota verður hleðslutæki sem stoppa þegar fullri hleðslu er náð og hleðslutæki þurfa að vera nákvæmari en fyrir NiCad.
Helstu ókostir eru:
* Þola færri hleðslur/afhleðslur en Nicad = Þetta skiptir varla máli því okkar batterí falla flest vegna aldurs  en ekki fjölda heðslna.
* Þola illa yfirhleðslu = Fylgjast þarf með hleðslu eða nota sjálfvirk hleðslutæki.
* Geta eyðilagst ef þau hitna mikið við ofhleðslu.

* Þola ekki mikinn straum hvorki í hleðslu né afhleðslu, passa ekki fyrir stærri mótora.

NiCad ekki uhverfisvæn

NiCad batterí eru illfáanleg lengur, en þeir sem þurfa að losa sig við ónýt batterí ættu ekki að henda þeim í ruslið. Cadmium er frekar óhollt. Samt er ekki ráðlagt að borða mikið af Ni-Mh batteríum, fyrst og fremst skemmir það tennurnar !

LiPo (Lithium Polymer) batterí - stutt lýsing

Þessi tegund af batteríum er orðin mjög vinsæl fyrir mikla straumnotkun. Þessi batterí þarf að hlaða með spennujöfnurum "regulatorum", þannig að hleðslu er stjórnað sjálfvirkt. Aðal kostur við Polymer er að þau eru mjög lítil og aðeins 1/3 af þyngd samb. við NiCad batterí. Hver sella er 3.7-4.3v, eftir því hversu mikil hleðslan er. Polymer endast vel og halda hleðslu lengi. Endingin fer eftir hleðslu-spennu, ekki ráðlagt að fara yfir 4.1v. Ókostirnir eru þeir að hætta er á íkveikju ef þau eru yfirhlaðin eða ef þau skemmast (í krassi). Engin mengun er af Polymer, þeim er fargað með því að opna þau í saltvatni, þá leysist innihaldið upp og verður skaðlaust. Mestu máli skiptir að kaupa Polymer batterí aðeins frá þekktum framleiðanda !!

LiFe (Lithium Iron-Phoshate - LiFePO4) - stutt lýsing

Þessi batterí eru mjög algeng á markaðnum t.d. í GSM símum, myndavélum og bílum. Hver sella er 3.2 - 3.6 volt og hentar þannig illa við okkar tæki nema með straumbreyti, (eins og LiPo batteríin). LiFe þola meiri hleðslu en Lipo og endast miklu lengur, 1-2000 helslur / afhleðslur. Þessi tegund tók yfir Li-Ion rafhlöður og er nú talin það öruggasta á markaðnum, eiginleikum er líkt við blý-batterí.

Home < Forsíða