Búskapurinn

Hlp

Kjúklinagabú

Eitt af því fyrsta sem gott er að búa til er kjúklingabú. Gott er að grafa tvo kubba niður og setja girðingu í kring. Dýr komast ekki upp úr tveggja kubba gryfju og villidýr komast ekki niður í búið yfir girðinguna.
Þá þarf að hafa stiga til að komast upp og niður og hlið á girðingunni til að komast inn. Flott að hafa ljós fyrir kjúklingana svo þeim líði vel. Til að byrja með þarf að rækta hveiti, maður getur lokkað dýr til að fylgja sér með hveiti og fræum, svo gefur maður tveimur dýrum hveiti eða fræ til að fjölga sér. Eggjum getur maður safnað og brotið þau til að eignast kjúklinga, eitt af hverjum 10 eggjum getur orðið að kjúkling.
Það sem maður fær úr kjúklingabúi eru gómsætir grillaðir kjúklingar til að borða, þá þarf maður ekki að eltast við dýr til matar. Svo fær maður fjaðrir til að búa til örvar í bogann. Boginn er smart tæki sem maður þarf að eignast sem fyrst. Strengur í bogann fæst úr kóngulóm eða kóngulóavef. Hægt er að búa til ull úr kóngulóarvef ef maður finnur ekki hvítar kindur.
Annars er hægt að hafa búpening með nautum eða svínum, en eggin eru þægileg til að fjölga dýrunum og koma af stað nýju búi.

Rúm

Creeper

 

Rúm er nauðsynlegt því þegar maður sefur í rúmi festir maður aðsetur og vaknar þar upp ef maður deyr. (Respawn)
Aðeins er hægt að sofa í rúmi að nóttu. hægt er að setja aðsetur með skipun /sethome.

 

 

Help

Besta hjálpin til að byrja með er að skoða myndbönd á YouTube og lesa Wiki síðurnar um Minecraft. Vísað er í nokkra góða tengla hér á valmyndinni (Tenglar). Síðan er það bara reynslan sem hjálpar manni mest í Minecraft.

Home < Home