Reglur fyrir notendur á Viking Survival
Til þess að ekki komi til árekstra og allir hafi gaman af að spila Minecraft þá setjum við okkur reglur sem eru einfaldar.
Aldurstakmark er 15 ár, serverinn er bara fyrir þroskaða spilara
1. Ekki taka eða skemma eigur annara.
2. Ekki slá eða berjast við aðra spilara nema með samþykki, virðið aðra.
3. Ekki nota mod eða hacks. x-ray, flying eða annað svindl bannað ( brottrekstur ).
4. Notaðu spjallið skynsamlega, SSS - stutt skynsamleg og skemmtileg - við hötum kjafthátt.
5. Ekki skilja eftir hluta af trám, taktu allan stofn trjánna.
6. Ekki drepa dýr annarra.
7. Biddu um leyfi til að nota grinders (mob-safnara) það getur tafið serverinn.
8. Ekki biðja stjórnendur um gjafir eða að verða sjálfur stjórnandi.
9. Ef útlendingar eru að spila þá notum við ensku á spjallinu !Aðens er gefin ein viðvörun vegna brota á relgum og síðan bann.
Ekki taka eða skemma eigur annarra
Við viljum geta byggt og geymt dót í kistum án þess að eiga á hættu að skemmdarvargar eða þjófar eyðileggi fyrir okkur. Að vísu er hægt að læsa kistum og setja upp verndarsvæði en þá geta ekki aðrir kíkt inn og skoðað.
Ekki trufla aðra spilara
Stundum viljum við vera í friði og þá ætlumst við til þess að aðrir spilarar sýni tillitssemi. Ef þú vilt heimsækja aðra þá er einfalt að óska eftir flutning ( /tpa <nafn> ) til þeirra, þá geta þeir valið hvort þeir samþykkja( /tpaccept ). Svo er hægt að senda textaboð á spjallinu.
Ekki nota kjafthátt eða dónaskap í textaboðum
Óþolandi er að þurfa að sjá óþarfa texta-blaður eða dónaskap. Ef þú vilt koma skilaboðum frá þér þá sparaðu orðin og vandaðu orðaval. Almenn skynsemi segir okkur hvað er viðeigandi.
Stjórnendur gefa bara eina viðvörun og svo bann.Ekki nota nein mod eða hack
Mod (innbyggð hjálparforrit) eru ekki leyfð hér, það skekkir alla samkeppni. Nokkur hjálparforrit (Plugins) eru innbyggð til að finna ef einhver fer ekki eftir reglunum og þá verður sá settur í bann.
Aðgangskröfur
Til að fá stöðu "Trusted" þarftu að skrá þig á vefnum, samþykkja bæjar-reglur og vera orðin(n) 15 ára.