Gaman að spila með öðrum

Hlp

Í upphafi þegar við byrjum allslaus í Minecraft, er leikurinn töff og frekar einmana. En þegar við erum búin að sigrast á fyrstu erfiðleikum og erum farin að spila með öðrum þá verður leikurinn góð skemmtun.

Villager

Hvernig eru þorparar í Minecraft?

Villagers eru líkastir munkum - en þeir eignast samt börn! Fjöldi íbúa fer eftir fjölda hurða í þorpinu og þeir eru afar þakklátir ef við byggjum fyrir þá og fjölgum hurðum. Krakkarnir skella látlaust hurðum og þorparar safnast helst saman í minnstu húsunum. Með uppfærslu 1.3.2 þá varð hægt að versla við þorpara en í okkar heimi er lítið af Emerald-steinum sem þeir vilja oft fá í skiptum.
Hægt er að smíða verndara "Golem" sem sér um að drepa alla óvætti á nóttunni í þorpinu. Golems eru annars vingjarnlegir ef maður slær ekki þorpara svo þeir sjái, og þeir vingast gjarnan við börn með því að rétta þeim blóm.

GolemB

Blómstrar ástin í Minecraft?

Hægt er að sjá starfs-stétt þorpara á klæðaburði, járnsmiðir, bændur, slátrarar, bóksalar og prestar. Ef maður fylgist grannt með þorpurum þá sér maður stundum ástartjáningu hjá þeim. Þegar járnsmiður og prestur eingast barn þá verður afkvæmið ekki endilega í stétt annars hvors, gæti orðið bóndi.

VillagerA

Byggingar

Allir hafa gaman af að byggja og Minecraft gefur óteljandi möguleika á að byggja. Við sem spilum hérna á þessum vefþjóni keppum um flottustu byggingarnar og listaverkin. Húsin okkar geta verið margvísleg, timburhús, steinhús, kastalar eða hallir.

Thus

Minehouse


Home < Home