Assist

 

Hugbúnaður og vélbúnaður

Qantelsys

Qantel tölvur voru fyrst fluttar inn 1980. Myndin er af uppsettri Qantel tölvusamstæðu sem gat tengst 3 skjám m. lyklaborði. Samstæðan var með 256k RAM minni, 75Mb hörðum disk og segulbandsstöð.

 

Yfirlit hugbúnaðar sem þróaður var af fyrirtækinu:

Bókhald, launabókhald og vörubókhald.
Mörg fyrirtæki og endurskoðunarskrifstofur notuðu þennan búnað.

Verkbókhald.
Notað af heildsölum, útgerðafyrirtækjum, prentsmiðjum og flutningafyrirtækjum.

Happdrætti.
Heildarbúnaður var þróaður fyrir öll stærstu happdrættin.

Hótel.
Hugbúnaður til bókunar og afgreislu hjá gistihúsum.

Flugfélög.
Hugbúnaður til að gera flugplön og hleðsluskrár

Þegar á markaðinn kom fjöldi fyrirtækja sem sérhæfði sig í hugbúnaði fyrir almennan markað, þá var áhersla lögð á þjónustu við happdrætti, hótel og flugfélög. Stærstu verkefnin voru fyrir happdrættin. Það er mjög sérhæfð starfsemi sem var þróuð frá upphafi og er enn í dag þjónað af fyrirtækinu. Vegna tengsla við flugið, þá var hugbúnaður fyrir flugfélög hannaður um 1990.

Tölvuútdráttur vinninga í happdrættum.

Bræðurnir Stefán og Þorsteinn bjuggu fyrst til forrit sem dró út vinninga í Happdrætti háskólans 1981 sem síðan hefur verið notað hjá hinum happdrættunum DAS og SÍBS. Forritið byggir á þekktum grunni þar sem teningum er kastað og tölurnar færðar inn í forritið sem síðan býr til vinningaskrá sem grundvallast á þessum frumtölum. Áður var þetta gert handvirkt. Öll vinnsla á happdrættismiðum var líka handvirk og afar tímafrek. Þegar þessi vinnsla var færð í tölvu varð algjör bylting í starfseminni allt frá útdrætti til afgreiðslu miða og vinninga hjá happdrættunum.

HHIutdrFyrsti útdráttur í Happdrætti Háskólans eins og hann var framkvæmdur handvirkt.

(Smellið fyrir stærri mynd)

 

 

 

 

 

 

 

HtrGamla tromlan með 70000 miðum sem dregnir voru út handvirkt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Happut

Skjámynd af útdráttarforriti happdrættanna. Tölurnar af teningunum er færður inn og svo er vinnslan gangsett.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HHidr

Frétt af tölvuútdrætti með nýju sniði hjá Happdrætti Háskólans.

 

 

 

 

 

Sbis Mynd af údrætti í Happdrætti SÍBS árið 2010 með sýslumanni.

 

Forrit fyrir hótel og gistiheimili

Splan Vinnsluforrit - skýringamynd

Forrit fyrir bókanir og vinnslu bókhalds og reikninga hjá hótelum.

Home < Forsíða