Saga fyrirtækjanna
Fyrirtækin Haukar og S. Stefánsson & Co. voru stofnuð af föður okkar Sæmundi Stefánssyni 1942 og hafa alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki. Fyrsta verkefnið var að framleiða dömubindi, en starfsemi Hauka var formlega endurvakin 1968 og þá sem heildverslun með vörur frá Zeiss í Þýskalandi. S. Stefánsson var mest með innflutning á vélum og búnaði fyrir skip. Sala á tölvubúnaði og hugbúnaði hófst um 1980, fyrst voru það tölvur frá MSI og síðan Qantel (mainframe).
Haukar fluttu inn tækjasamstæðu frá Zeiss sem teiknaði kort eftir loft-ljósmyndum hjá Landmælingum Íslands. Hér er uppsetningu lokið með tæknimanni frá Zeiss.
Rannsóknatæki og smásjár frá Zeiss voru ráðandi á markaði áratugum saman á sjúkrahúsum og rannsókna-stofum. Hér er Úlfar Þórðarson augnlæknir að sýna augnaðgerð á Landakotsspítala 1975.
Hugbúnaður var hannaður fyrir margþætta starfsemi, fyrst fyrir Qantel tölvur, en vinnslan síðan flutt yfir í (PC) tölvur eins og við þekkjum í dag. Myndin er af uppsettri Qantel tölvusamstæðu frá 1983
Fyrirtækið hefur haft með höndum ýmsan innflutnig svo sem snyrtivörur (Yardley), bílakerti (NGK), glervörur (Glassexport), vín ofl. Fyrirtækið tók að sér hönnun og innflutning á nýjum leðurjökkum fyrir lögreglumenn eins og sést á myndinni.
Upprunalegt merki fyrirtækisins
slóð á vefsíðu fyrirtækisins S. Stefánsson & co.> http://sstefansson.com/