Rabb
Ráðist var í gerð DVD disks um mótorhjól á árinu 2010 sem fór á markaðinn í apríl 2011.
Þetta var skemmtilegt verkefni sem margir tóku þátt í. Slóðin á fréttina er HÉRNA.Þótt ég hafi lengst af bæði unnið við tölvuforritun og í fluginu, þá taka önnur áhugamál mesta plássið á vefsíðunni. Frá því að síðan var fyrst sett upp árið 2004 hef ég bætt við ýmsu um mótorhjól og módelflug, myndir og fróðleikur sem mér fannst að ætti erindi til þeirra sem eru að leita að upplýsingum sem tengjast þessum áhugamálum.
Ég hef unnið við tölvur allt frá árinu 1973 og hef safnað ýmsum fróðleik um tölvuvæðinguna allt frá því að hingað kom fyrsta tölvan IBM-1620 árið 1963. Fyrst vann ég hjá Haukum hf. og síðan S. Stefánsson & Co. ehf sem eru fjölskyldufyrirtæki stofnuð 1942 af föður okkar Sæmundi Stefánssyni. Frá árinu 1975 hefur fyrirtækið séð um innflutning á tölvubúnaði en síðan hefur mest verið þjónusta við hugbúnað og rekstur tölvubúnaðar frekar en innflutningur. Upplýsingar eru á síðunni um helstu verkefni félagsins.
Vonandi hafa einhverjir gaman af að skoða síðuna og finna kannski einhvern fróðleik sem kemur þeim að gagni. Ég hef fengið sent þó nokkuð af tölvupósti undanfarin ár varðandi þessa síðu og gott væri að fá athugasemdir ef eitthvað má bæta.
Stefán Sæmundsson.
Póstur < Smelltu hér til að senda mér tölvupóst.