Framhaldið í leiknum
Mynd frá flugvellinum
Nokkrir góðir punktar
Hlífðarföt eru nauðsynleg, sumir eru búnir að fá sér nýtt útlit (skin-edit) en til að verjast skrýmslunum í leiknum þá verðum við að smíða föt.
Föt má gera úr nautshúð, gulli, járni og demöntum. Myndin hér að ofan er með gullhjálm, járnjakka og demants buxum og skóm. Svo eru allar útgáfur af Enchant fyrir flest verkfæri og fatnað. Þannig má bæta varnirnar í öllu. Það er annars skrýtið í þessum leik að þegar maður velur Enchant stig þá er algjörlega tilviljun háð hvort maður fær lítið eða mikið fyrir stigin. Samt virðast hlutir úr gulli fá mesta bætingu, gallinn er bara sá hvað gullið endist lítið miðað við járn. Auðvitað er allt best úr demöntum, þeir eru bara sjaldgæfir og dýrir.
Byggingarlist er mörgum hugleikin, enda mjög gaman að byggja í Minecraft. Gaman er að finna góða mynd af byggingu og líkja eftir henni, en frumsmíði hentar sumum betur. Nokkrir útlendingar hafa byggt Hallgrímskirkju í Minecraft en hún er heimsfræg fyrir stíl. Auðvitað er ekki hægt að byggja mjög stórt nema hafa hjálparforrit eins og World-edit, annars tekur það allt of langan tíma. Flugstöðin hefði tekið allt of langan tíma í tómri handavinnu. Flott er að nota Glowstone í byggingar, hann er úr neðri heimum (Nether) og er frekar brothættur. Ull er hægt að lita í öllum regnbogans litum, enda mikið notuð við byggingar. Á myndunum hér að ofan er flugstöðvarskiltið og loftbelgurinn úr ull og glowstone og gólfið (teppið) á neðri myndinni úr ull.
Svo er bara gaman að byggja sumarbústað við bláa lónið !
Verndarsvæði. Hægt er að biðja stjórnendur um að setja upp verndarsvæði umhvefis byggingar, þá er bæði hægt að læsa svæðinu fyrir skrýmslum (mobs) eða/og aðgangi annarra spilara. Skrýmsli eða dýr geta þá ekki orðið til á svæðinu en geta bara komist inná svæðið utanfrá. Flest skrýmsli komast hins vegar ekki yfir girðingar. Á verndarsvæði geta bara valdir spilarar opnað hurðir eða kistur.
Spilarar geta einnig sett lás á kistur, dyr ofl. ( LWC ) en vonandi fá allir að vera í friði með sitt.Kaup og sala
Þeir sem eru orðnir "Trusted" geta sett upp kistu-sölu. Upplysingar eru undir Skipanir > kistusala.
Verslunin við flugvöllinn er ekki lengur opin.