Icejet Islandsflug Etihad < Forsíða
Atvinnuflugið
Bróðir minn tók mynd af mér í DC3 flugvél Flugfélagsins þegar ég var pottormur, en 15 árum seinna var ég farinn að fljúga þessari sömu flugvél. Einu ári síðar var þristunum lagt og við tók Fokker F27.
Kennari hjá Þyt á Skyhawk, bíladellan var líka byrjuð.
Að loknu atvinnuflugsnámi vann ég sem kennari hjá flugskólanum Þyt og fekk þar góða reynslu allt þar til ég var ráðinn til Flugfélags Íslands.
Heppinn að fá að fljúga Delta Dagger og F4 Phantom þotum.
Ég kynntist nokkuð flugmönnum sem störfuðu hjá flughernum á Keflavíkurflugvelli og fekk að fara nokkrar ferðir með þeim í æfingaflugi við landið. Síðar skrifaði ég grein í Morgunblaðið um Varnarliðið, herþoturnar sem fylgdust með Rússunum og þyrlusveitina sem bjargaði ófáum mannslífum meðan hún var hér.
Þotuflug
Þotuflug ( Icejet ) var stofnað 1986. Citation II einkaþota var keypt og rekin her í tvö ár. Margar ferðir voru farnar bæði innan lands og utan, en Íslendingar voru tregir til að nýta sér þessa þjónustu og var mest notuð af erlendum aðilum. Vélin var seld til Salt Lake USA árið 1988.
Flugmenn félagsins: ( fv.) Stefán, Kári, Garðar, Eyjólfur og Sigurgeir.
Við komu TF-JET til Reykjavíkur. - og í USA
Nokkur sjúkraflug voru farin, það lengsta til USA með hjartaþega.
Flugvélin var bundin við jarðýtu og snjóaði í kaf í Kulusuk.
Skemmtileg ferð var farin með Fats Domino til Akureyrar.
3. október 1986 flugum við til móts við sólmyrkva í 40 þús. fetum milli Íslands og Grænlands. Fróðleg grein Þorsteins er á vef almanaksins Sólmyrkvinn
Skemmtileg grein Ragnars Axelssonar birtist í Morgunblaðinu daginn eftir þar sem hann lýsir ferðinni eins og Geimferð, en hann var sá eini sem náði frægum myndum af myrkvanum sem birtust víða í erlendum blöðum og tímaritum.Fyrsta Citation þota Grænlandsflugs (Glace) í Nuuk og Reykjavík.
Síðan vann ég nokkur ár hjá Glace í Grænlandi. Spennandi verkefni og stórkostlegt land.
Íslandsflug
Saga Íslandsflugs verður sennilega aldrei skrifuð. Þetta var merkilegt brautryðjendastarf, fyrst hérlendis með Dornier og svo ATR og B737.
Verkefnin í Bretlandi voru vaxandi og gengu vel þegar félagið var sameinað Atlanta. Einnig hafði flugið til Bussel fyrir DHL gengið mjög vel.
Áhöfn og flugtak TF-ELM, B737 hjá Islandsflugi.
Fyrsta farþegaflug á Boeing, þá var ég flugrekstarstjóri Íslandsflugs. Lágflug er ekki leyft á Reykjavíkurflugvelli en Baldur Sveinsson tók myndir af "lágu flugtaki".
Annað sólmyrkvaflug með bróður mínum Þorsteini í Dornier 31. 5. 2003. Sjá HÉR
Þegar Íslandsflug var 10 ára var ég að fljúga Dornier í innanlandsflugi. Myndirnar eru frá Bíldudal og Sauðárkróki. Mikið sómafólk sem starfaði með okkur á þessum stöðum.
Síðasti dagur innanlandsflugsins.
Þessi mynd var tekin af flugmönnum sem störfuðu í innanlandsfluginu síðasta daginn.
Gylfi með okkur nafnana í þjálfun á B737.
Flugið fyrir DHL til Brussel var grundvöllur fyrir rekstri fyrstu B737 þotunnar hjá Íslandsflugi. Myndin var tekin í einu af síðustu flugunum þangað eftir sameininguna við Atlanta. Það kom á óvart að þessi rekstur var lagður af og vélarnar seldar.
Boeing flotinn var seldur til USA.
Nokkrar ferðir voru farnar með B737 vélarnar til USA, þær voru seldar til ExtraAirways.
Nýr kafli hófst með Airbus fyrir Etihad í UAE.
Aðsetur var í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum. Margir af flugmönum gamla Íslandflugs voru þar til að byrja með en sumir fóru á B747.
Þar endaði minn ferill hjá Atlanta.
Sumt gengur í erfðir . . .
Einu sinni hittumst við feðgarnir meðan við vorum báðir í innanlandsfluginu, ég á Dornier, hann á F50.
Ég fór með Sæmundi til NY þegar hann var orðinn flugstjóri á B757 og þá var þessi mynd tekin af okkur í Keflavík. Eitthvað virðist smitast af starfi og áhugamálum til afkomendanna ?. . . . .