Hlp

Hvernig varð vefþjónninn til?

Eftir nokkra leit á íslenska vefnum minecraft.is / forum.minecraft.is og prófun á vinsælustu netþjónunum Sandkassanum-Gussa, Survival-cc, og líka nokkrum erlendum, þá fannst okkur að gaman væri að setja upp nokkuð ólíkan netþjón. Til að leikurinn yrði raunverulegur þá fannst okkur að hann yrði að vera Survival-normal með villidýrum. Við fjölguðum aðeins villidýrunum (40%) og aftengdum Creeper-boom, þannig að hann skaðar ekki byggingar við flugvöllinn en getur skaðað og drepið spilara.
Til að hafa nægan gagnahraða þá er netþjónninn á ljósleiðara og tölvan fjölkjarna af þekktri gerð með SSD diskum. Backup er á klukkutíma fresti, ekkert server-restart og vonandi 24-7 upptími.
Við völdum Spigot server með nokkrum plugins.

Grunnurinn að flugstöðinni í gamla heiminum var unninn af Maxtremel og nokkrum minecraft spilurum í Noregi og svo íslenskum viðbótum og tæknilegri útfærslu. Flugvöllurinn, flughlöð og flugvélarnar eru eins rétt útfærð eins og kostur er í Minecraft. Flugvélin sem er að koma inn til lendingar með logandi brak úr biluðum hreyfli, er í sérstöku uppáhaldi, og svo auðvitað Hallgrímskirkja (sjá neðar á síðunni).
Þorpið er búið til af japönskum spilara og var flutt í nýja Survival heiminn, það er ekki stórt og vonandi stækkar það með tímanum þegar nokkrir hafa ná því að fá byggingaleyfi þar ( Trusted ).
Slóð á YouTube myndskeið um völlinn í upprunalegri útgáfu (Maxtremel):

Flugvöllurinn

Markmiðin

Tilgangurinn er ekki að safna notendum, við viljum helst ekki fara yfir 20 í einu. Óþolandi barnaskapur og kjaftæði háir flestum vefþjónum bæði hér og erlendis. Engan barnaskap og ekkert kjaftæði takk.

Markmiðið er að hafa gaman af heilbrigðum leik með samkeppni í byggingum. Heilbrigð skynsemi í samskiptum spilara er skilyrði til að fá að vera með.

Vinsældir Minecraft

Ótrúlegar vinsældir þessa leiks sem varð til hjá Markus Persson fyrir aðeins 2 árum. Undirstaðan er Lego-kubbar, grafikin ekkert sérstök og ekki þarf super-tölvur til að keyra leikinn. Time verðlaunaði leikinn á síðasta ári, þá hafði hann verið í gangi í rúman mánuð eftir að beta-tímanum lauk.

Time10

Hlekkur á áhugaverða grein um Minecraft og hvernig tölvuleikir eru orðnir almennt fréttnæmt efni en ekki lengur bara fyrir tölvupúka:

No1

 

Minecraft 1.3.2 - 1.8.3

Heimurinn var búinn til í útgáfu 1.3.2 CraftBukkit vefþjónninn okkar var uppfærður 15 ágúst 2011.
Í eitt ár notuðum við Canary server hugbúnað og svo 2015 settum við upp Spigot server.
Nú er innbyggður LAN server í forritinu þannig að þeir sem eru á sama netkerfi (Router) geta spilað saman, en áður varð að setja upp sérstakan server netþjón..

Hallgrímskirkja

Frá miðju ári 2012 var unnið við að smíða líkan af Hallgrímskirkju í fullri stærð. Lækka varð jarveginn undir kirkjunni svo turninn lenti ekki upp í skýjum, jörðin er í 64 og tuninn 73m þannig að skýin sem eru í 128 skáru turninn. Nokkrar ferðir voru farnar í kirkjuna í Reykjavik til að mæla og taka myndir, hittum meira að segja Örn Halldórsson sem var einn af smiðunum sem smíðaði kirkjuna.
I febrúar var svo útbúið video myndskeið og sett á YouTube, nokkurs konar kynningarferð með Völu frá flugvellinum að kirkjunni. Vala sá um innréttingar í kirkjunni.
Á þessu myndskeiði er öll tónlist gerð með hljóðgerfil (synthesizer) nema upptaka af kór kirkjunnar og bjölluhljóm klukknanna í turninum. Upptakan úr Minecraft er gerð með Fraps og Bigasoft Video converter.
Hérna er svo þetta myndskeið, tengill í YouTube og svo beint af servernum okkar fyrir neðan:

Myndskeið af Hallgrímskirkju


Home < Home