Fyrsti dagurinn

Hlp

Frá spawn á eyðimerkur-eyjunni

Fyrst þarftu að lesa á ensku síðunni um innkomu á vefþjóninn, ekki æða beint út að nóttu til þá verður þú bara drepinn af skrýmslum sem bíða fyrir utan. Hver spilari fær $100 í upphafi og getur keypt í búðinni smávegis fyrir þá upphæð. Vandaðu valið svo þú komist heill í land. Næsta meginland er í austur og vestur. Bærinn er í norður en byrjendur geta ekki byggt þar og í suður er bara eyðimörk.

Húskofi og matur

Fyrsti dagurinn byrjar að morgni og er 10 mínutur til sólarlags.
Byrjunarsvæðið er verndað og þar eru engar hættulegar ófreskjur, en svo verðum við að taka daginn snemma því dagskráin er nokkuð strembin. Svo kemur listinn:
1. Höggva niður nokkur tré til að fá efnivið
2. Slátra (2-3) dýrum til matar (kanínur geta reddað manni)
3. Byggja kofa

Til að smíða þurfum við smíðaborð.
Til að elda kjöt þurfum við eldavél og kol eða viðarkol.
Til að búa til ljós þurfum við kol.
- Lífið snýst fyrst um tré, verkfæri, kol og mat - og síðan skýli fyrir óargardýrum sem vilja drepa mann.

Hætturnar

Creeper

Creeper er leiðinda púki sem læðist að manni hljóðlaust og sprengir sig upp. VIð gætum kallað hann hryðjuverka-sjálfsmorðs-óðan. Ef maður nær fyrst að skjóta hann með ör, þá er hægt að höggva hann þegar hann kemur í færi áður en hann springur. Sjaldan nær maður að hlaupa undan kauða, en ef maður er fyrir ofan hann þá er ekkert mál að kála dýrinu.

 

 

 

 

 

 

Ender

Enderman er hálfgerður draugur sem birtist og hverfur sporlaust. Hann lætur mann í friði ef maður horfist aldrei í augu við hann. Ef þú ert vel vopnaður og varinn þá geturðu kálað honum með því að slá á lappirnar. Hans eina hlutverk er að flytja steina, einn í einu. Þessi á myndinn setti grastorfu ofan á rúmið mitt. Þeim er frekar illa við ljós svo ég stríddi honum svolítið.

 

 

 

Vatn er ekkert vandamál, okkar maður er flugsyndur og getur verið lengi í kafi. Hraunkvika er hins vegar hættuleg, eina bótin er að hún er hæg-fljótandi og maður nær oftast að forða sér áður en hún flæðir á mann. Gott er að hafa vatnsfötu með sér til að hella á fæturnar ef maður lendir í kviku.
Hellakóngulær eru versti óvætturinn því þær stinga með eitri sem er bráðdrepandi. (Hægt er að drekka mjólk til að vinna á móti eitrinu)

haettur

Hvernig ratar maður?

Ekkert mál er að rata í okkar veröld því hægt er að sjá áttir og staðsetningu með F3. Í fyrri útgáfum af Minecraft notaði maður ský og sól til að vita áttir, ský fara alltaf eins og sólin frá austri til vesturs, það hjálpar. Kompás (áttaviti) vísar alltaf á upprunastaðinn í leiknum, og svo er gott að setja ljós utan á húsin okkar og gjarnan byggja turn með ljósi til að rata betur heim. Þegar þú ert orðinn "Player" geturðu sett upp aðsetur "/sethome" sem maður getur hoppað til með /home.
Hellar og námur eru spennandi, en gott er að merkja leiðina vel með ljósum því það er auðvelt að villast og verða villidýrum að bráð. Verra er að rata í Neðri heimum (Nether) en það er annað mál.

 

Kort

Svo er hægt að búa til einka-kort. (ekki debet-kort) með kompás og pappír. Það er frekar óskýrt og nær yfir lítið svæði, en samt sniðugt því maður sér hvert maður stefnir og hvaða svæði maður er búinn að fara yfir. Miðjan á kortinu er alltaf þar sem það er búið til.

 

 

 

 

 

 

Hvar er best að grafa ?

Eins og nafnið ber með sér þá snýst mine-craft um námugröft. Best er að gera tröppur niður á botn og byrja að grafa göng með þriggja kubba millibili ca. 10 kubba frá botni (9.6 mælt með F3) og 4-5 kubba á hæð, því þar eru mestar líkur á að finna demanta. Allir hinir málmarnir fást líka á því dýpi, og reyndar hraun-kvikan líka.
Og nú erum við komin langt fram yfir fyrsta daginn.


Home < Home