Fyrsta innkoma á vefþjóninn

Hlp

Nýr heimur Viking Survival

Allir eru velkomnir að tengjast vefþjóninum. Til að tengjast er keyrt Minecraft (login), valið Multiplayer > Add Server og slegið inn Server Address (IP): minecraft.samflug.com Server name má vera hvað sem er.
Upphafsstaður (Spawn) er í hvelfingunni á eyðimerkureyju í nýja Survival heiminum.
Á þessari vefsíðu erumest upplýsingar um gamla heiminn þar sem við byggðum flugvöllinn.
Ekki biðja um að vera stjórnandi (op), tveir stjórnendur eru á þessum server, sammi46 og vala6.

Hægt að skoða gamla heiminn

Þú getur fengið leyfi til að fara og skoða heiminn með flugvellinum, Hallgrímskirkju og fleiri flottum byggingum, en þar er ekki hægt að byggja.
Flugstöðvarbyggingin er aðalbygging á fjórum hæðum, austur-álma, vestur-álma og Terminal2. Til að skoða flugvallarsvæðið og flugvélarnar má bæði fara út um hlið (gate) inn í flugvélar og á neðstu hæð gegnum faragurssvæðið.
Spilarar hafa byggt margar flottar byggingar á svæðinu, Hallgrímskirkja, Hótel, Western búgarður, Hof, kastalar og fullt af einkabyggingum.

Hvernig byrjar maður að spila Minecraft ?

Þeir sem ekki þekkja vel á Minecraft, geta lesið leiðbeiningar hér á vefsíðunni og smellt á tegla sem vísa á góðar vefsíður og á YouTube, sem útskýra Minecraft.
Til að geta spilað á vefþjóni (multiplayer server) verður að kaupa leikinn, sjóræningjaútgáfur duga ekki nema í einmenning (SP-singleplayer).
Þessi vefþjónn er settur upp í "Survival mode 3" þannig að villidýr (mobs) fara á kreik á nóttunni og reyna að drepa þig - og þú þarft að borða til að lifa og halda heilsu.

Hægt er að slá inn /help í leiknum til að fá lista yfir skipanir, en svo er líka listi hér á síðunni.
Fyrst eru spilarar "Guest" og hafa fáar skipanir en þegar ákveðnum áföngum er náð geta spilarar fengið hærri stöður, Player, Builder, Trusted og Moderator.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða kvartanir þá sendu stjórnendum póst (/mail í leiknum) eða tölvupóst, ekki blaðra eða vera til leiðinda með textaskilaboðum í leiknum sjálfum.

Póstur á stjórnendur e-mail: info@samflug.com

Home < Home