Mótorráð

Nokkur góð ráð fyrir mótorhjólakappa.

 • > Aktu alltaf eins og þú sért næstum því ósýnilegur, þá kemur þér aldrei á óvart  þegar einhver svínar fyrir þig.

 • > Horfðu fram á veginn þangað sem þú ætlar að hjóla, - hjólið leitar þangað sem þú horfir - ekki stara niður á miðjan stuðarann á næsta bíl !

 • > Ef þú þarft að skipta um akrein, líttu snöggt til  hliðar þangað sem baksýnisspegillinn nær ekki og síðan strax aftur fram á veginn.

 • > Hugsaðu um það hvaða útleið er fær ef umferðin fyrir framan hægir skyndilega á sér, - sá sem er fyrir aftan þig gæti verið upptekinn í símanum. (útpældur þessi !)

 • > Á tvöfaldri braut er best er að vera á hægri akrein en þó nærri miðlínunni, það gefur mest svigrúm og gefur besta sýn yfir veginn framundan.  Undantekningin er  þegar umferð á móti er að bíða eftir að beygja yfir þinn vegarhelming á gatnamótum, þá sést hjólið betur á vinstri akrein. Kantar eru sjaldnast nógu öruggir til að komast framhjá bíl sem hægir snögglega ferðina fyrir framan, en stundum er það kannski eina leiðin.

 • > Þegar bíll kemur úr hliðargötu, fylgstu með því hvert ökumaðurinn horfir.

 • > Þegar þú kemur að gulu ljósi, líttu vel í spegilinn áður en þú stoppar, það gæti bjargað þér að gefa í frekar en að fá einn aftaná sem ekki ætlar að stoppa.

 • > Ef þér finnst bíllinn fyrir aftan vera of nærri, er gott ráð að sveigja aðeins fram og til baka á akreininni til að vekja athygli á þér, oftast færir bíllinn sig þá fjær.

 • > Ekki aka við afturhlið bíla þar sér ökumaðurinn sér þig ekki; vertu fyrir aftan eða við hliðina á bílnum.

 • > Í myrkri á óupplýstum vegum, er gott að fylgja bíl sem lýsir upp veginn framundan.

 • > Stilltu baksýnisspeglana niður í myrkri, þá blinda síður ljósin frá umferðinni fyrir aftan.

 • > Ekki láta þér koma á óvart þegar bíll sveigir skyndilega útaf til hægri, stundum yfir fleiri en eina akrein, þegar ökumaðurinn ætlar að ná útakstursbraut.  Hann gleymdi sér og þarf að hemla til að ná beygjunni, oft án þess að gefa sér tíma til að nota stefnuljós.

 • > Notaðu alltaf stefnuljós svo aðrir viti hvert þú ert að fara, huglestur er mjög sjaldgæfur í umferðinni.

 • > Þegar sólin er lágt á lofti fyrir aftan þig, sjá ökumenn framundan ekki hjólið, þeir eru með sólina beint í augun.

 • > Gíraðu alltaf niður áður en þú ferð inn í hringtorg eða krappar beygjur, “hægt inn –    hraðar út” það er galdurinn við að halda hjólinu stöðugu.

 • > Ef þú hemlar of mikið að aftan og læsir, er líklegt að afturhluti hjólsins skríði til hliðar. Ekki sleppa bremsunni, haltu stefnunni með framhjólinu þangað til þú ert stopp. Ef þú sleppir bremsunni eftir að hjólið er byrjað að skríða til hliðar, þá kemur slynkur á hjólið sem gæti kastað þér útaf.

 • > Notkun framhjólshemla er mikilvægt atriði sem þarfnast útskýringa og æfingar fyrir þá sem eru byrjendur. Mesta hemlunin er á framhjólinu þegar þunginn leggst á það.

 • > Akstur á möl breytir aksturseiginleikum hjólsins og krefst æfingar. Sérstök hjól eru gerð fyrir utanvega-akstur og hafa gripmeiri dekk.

 • > Hálka og sandur á malbiki eru lúmskir óvinir mótorhjólamannsins, hinir (óvinirnir) sjást betur og eru flestir á fjórum hjólum.

 • > Oftast er skárra að keyra yfir smærri dýr sem stökkva út á veginn, heldur en að reyna að forðast þau með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þitt líf er meira virði, það er blákalt mat. Flest dýr reyna að forðast farartæki og fuglar hafa ótrúlega mikla hæfni til að sleppa.

Þegar þú ert búinn að tileinka þér öll þessi heilræði, verður þú farsæll ökumaður.
Enginn er óhultur, en við megum ekki láta óþörf óhöpp eyðileggja ánægjuna af heilbrigðri mótorhjóladellu.

Þýtt af vefsíðu bandarískra mótorhjólasamtaka – SAM 2006

Ekki aka eins og jólasveinn . . . . . . .Jola